FB002 Endir eins, byrjun annars.

Ágúst Valgarð Fréttabréf
Ágúst Valgarð Fréttabréf
FB002 Endir eins, byrjun annars.
Loading
/

2023 hefur verið gott ár fyrir okkur fjölskylduna.

Kolbrún er langt komið með meistaranám í hljóðfærakennslu, mun útskrifast næsta vor ef Guð lofar. 

Margrét María er búinn með 5 annir af 8 í Lipscomb Háskólanum í Nashville. Hún stefnir að því að ljúka prófi bæði í félagsráðgjöf og heimspeki.

Sigurjón Óli fór í DTS hjá YWAM í Skien í Noregi seinasta haust. Hann er í góðum hópi nemenda og nýtur sín vel.

Guðbergur Davíð er einbeittur í búa til og gefa út tónlist. Hann er núna að ljúka við 15 laga plötu sem ætti að koma út á Spotify í byrjun árs.

Í lok október ákvað ég að segja upp í hugbúnaðarvinnunni með það markmið að einbeita mér að kristnu starfi. Það eru spennandi möguleikar framundan í því!

Guð sendi son sinn Jesú inn í þennan heim fyrir eitt og sérhvert okkar. Hann elskar mig, hann elskar þig. Í dag höfum við öll tækifæri til þess að snúa okkur að honum, setja traust okkar á hann, og halda svo áfram að velja hann á hverjum degi.

Við fjölskyldan á Lyngheiði 7 óskum ykkur öllum, vinum og fjölskyldu nær og fjær gleðilegra jóla og farsæld á komandi ár.

Gleðileg jól!

Like it?

Subscribers get access to bonus content like life-application questions for articles like this one, pictures, videos, and more. Click to subscribe now.

Leave a Comment