FB001 Markmið um fulla þjónustu

Ágúst Valgarð Fréttabréf
Ágúst Valgarð Fréttabréf
FB001 Markmið um fulla þjónustu
Loading
/

Í seinasta fréttabréfi lofaði ég að segja frá stórum ákvörðunum næst, ákvörðunum um að auka þjónustu á Íslandi.

Á seinustu árum hefur stuðningur þinn gert mér kleift að byggja upp og uppörva trúboða í Evrópu og deila fagnaðarerindinu á Íslandi.

Núna í október tók ég það trúarskref að segja upp starfi mínu í hugbúnaði til að geta stigið inn í fulla þjónustu ef Guð lofar. Ég vinn í hugbúnaði út janúar 2024.

Planið er að nota febrúar, mars, apríl og mögulega lengur ef þarf, til að safna þeim stuðningi sem ég þarf til að stíga inn í fulla þjónustu.

Ég ætla að einbeita mér að þessum hlutum ef Guð lofar:

  1. Setja fleiri heimakirkjur af stað. Við Kolbrún höldum áfram hér í okkar nærumhverfi og vöxum þaðan ef Guð lofar.
  2. Hefja trúboð á netinu með fókus á fólk í Háskólum á Íslandi. Nota samfélagsmiðla, vefsíður, netnámskeið og hvað annað sem gefur ungu fólki á Íslandi tækifæri til að heyra fagnaðarerindið í gegnum netið.
  3. Fara á háskólasvæðin í Reykjavík a.m.k. vikulega. Hafa annan fótin í háskólunum og hinn í nærsamfélaginu þar sem við búum. Biðja, kanna og leita að opnun með það markmið að koma af stað hreyfingu í háskólunum þar sem leiðandi nemendur deila fagnaðarerindinu með samnemendum sínum. Þetta þyrfti ekki að vera flóknara en það að setja af stað heimakirkju á eða nálægt háskólasvæðinu.

Ungt fólk á Íslandi þarf að fá tækifæri til að heyra fagnaðarerindið.

Þú getur gefið gjöf núna við lok árs til að hjálpa mér að stíga inn í fulla þjónustu á árinu 2024. Það mun þurfa stórt átak í að byggja upp net stuðningsaðila til að ná því markmiði. Þín gjöf núna getur látið það verða að veruleika.

Allar gjafir fara til Every Nation Iceland sem er með eigin stjórn og er á almannaheillaskrá. Gjafir veita skattaafslátt eftir lögum um félög á almannaheillaskrá: https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/skattskylda/almannaheillaskra-skattfradrattur/

Hægt er að gefa í gegnum heimasíðu Every Nation á Íslandi, https://everynation.is/studningur/ – smellt á hnappinn Stuðningur.

Sendu mér línu á agust@everynation.is ef þú hefur spurningar eða vilt vita meira. Það er einnig hægt að fá þetta fréttabréf í tölvupósti.

Takk fyrir að standa með mér – gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Like it?

Subscribers get access to bonus content like life-application questions for articles like this one, pictures, videos, and more. Click to subscribe now.

Leave a Comment