FB003 Umskipti

Ágúst Valgarð Fréttabréf
Ágúst Valgarð Fréttabréf
FB003 Umskipti
Loading
/

Áfanganum er náð! Ég er búinn að stíga út úr og loka hugbúnaðarvinnunni. Að enda vel er mikilvægt. Núna er nýtt tímabil framundan. Ef þú misstir af fréttabréfinu þar sem ég sagði frá því sem er framundan, þá smelltu hér.

Þetta sannarlega eru umskipti, og meira en var planað. Mamma er núna á sínum fimmta degi á sjúkrahúsinu á Selfossi. Hún er langt leidd af Parkinson, 78 ára gömul. Við fjölskyldan erum komin á þann stað að skiptast á að sitja hjá henni. Kolbrún var hjá henni kl.3 í morgun og ég fer í fyrramálið. Ég náði í Margréti Maríu til Keflavíkur snemma í morgun, hún er komin frá Nashville til að kveðja ömmu sína. Þær eru nánar.

Bæn mín núna er að við fjölskyldan göngum þessa götu vel, stöndum saman. Það lítur vel út með það. Mamma gæti komið til baka, en því miður bendir fátt til þess núna.

Hjarta mannsins upphugsar veg hans, en Drottinn stýrir gangi hans. (Orðskv. 16:9)
Ég minntist á plön hér ofar. Þetta vers hefur oft komið í huga minn seinustu mánuði. Drottinn hefur seinasta orð með öll plön, ég held þeim því lauslega. Fyrst og fremst einbeiti ég mér að því að setja Guð í fyrsta sæti í öllum hlutum. Að færa honum það fyrsta og besta af orku minni og athygli. Því næst gef ég sjálfum mér tíma til að vinna úr og fara í gegnum þau umskipti sem eru að eiga sér stað.

Ég treysti Drottni. Fyrsta febrúar var fyrsti dagurinn þar sem ég var kominn út úr hugbúnaðarvinnunni. Þann dag komu tveir óvæntir atburðir upp sem ég tek sem gjöf og staðfestingu frá Guði. Fyrst var fjárstuðningur frá fyrrum samstarfsfélaga í hugubúnaðarvinnunni. Hitt var símtal frá Jóhönnu Norðfjörð sem leiðir Hvítasunnukirkjuna á Akureyri. Ég fer þangað til að predika og kynna kristniboðsstarf mitt helgina 23-24 mars.

Ég er afar spenntur yfir því sem er framundan. Ég veit að Drottinn mun nota það sem hann hefur og er að byggja upp í mér sér til dýrðar og heiðurs.

Kær kveðja, Ágúst Valgarð

Like it?

Subscribers get access to bonus content like life-application questions for articles like this one, pictures, videos, and more. Click to subscribe now.

2 thoughts on “FB003 Umskipti”

  1. Sæll Ágúst Valgarð og gott að þú hefur ákveðið að taka þetta mikilvæga skref fyrir Guð. Megi hann sem öllu ræður varðveita útgang þinn og inngang í þessu mikilvæga starfi fyrir hans ríki hér á Íslandi.
    Hann mun gefa þér hugmyndir og kjark til að framkvæma þær á réttum tíma honum til dýrðar, hver sál er óendanlega dýrmæt.
    Guð blessi þig og heimili þitt.
    Halldór

    Reply

Leave a Comment