Ágúst Valgarð Ólafsson fréttabréf mars 2024
Ég er kominn af stað að byggja upp stuðningsnetið. Það hefur reyndar gengið vonum framar seinustu vikur, ríflega 45% af þeim stuðningi sem þarf á mánuði er komið inn, mjög uppörvandi!
Innilegar þakkir þið sem hafið komið í stuðningshópinn á seinustu vikum, það eru nokkuð mörg ykkar sem eru að fá þetta fréttabréf í fyrsta skiptið.
Verkefnið núna er að halda áfram að byggja upp stuðningsnetið og klára það. Ef Guð hefur kallað mig í þetta verkefni þá hefur hann líka undirbúið þann stuðning sem þarf. Mitt verkefni er að vera trúfastur í því sem ég á að gera og treysta honum fyrir niðurstöðunni.
Bænarefni
- Ég þarf leiðsögn (rétt skref), trú, þolgæði og dug til að vinna að þessu verkefni að byggja upp stuðningsnetið. Það hefur gengið vel en það er mikil vinna framundan til að komast í mark. Bæn fyrir þessu er vel þegin.
- Sigurjón Óli – hann er núna í trúboðsferð í Svartfjallalandi, Serbíu og Bosníu ásamt 98 manna hóp frá Noregi, sjá mynd hér fyrir neðan. Biðjum fyrst og fremst fyrir heilbrigði og vexti í lífi hans í gegnum þessa góðu ferð. Þessi ferð er hluti af DTS hjá Ungu Fólki með Hlutverk í Noregi. Sigurjón Óli útskrifast og kemur aftur til Íslands seint í apríl.
- Kolbrún þarf að skila lokaverkefni í meistaranámi í tónlist við Listaháskóla Íslands núna um miðjan apríl. Hún þarf bænastuðning!
- Eins og ég hef sagt frá áður þá er fókusinn á að gefa ungu fólki á Íslandi tækifæri til að heyra fagnaðarerindið. Það verður efni á netinu en svo þarf líka að finna leið til að vera með starf í háskólunum í Reykjavík. Ég er byrjaður að biðja fyrir opnun eða réttu aðferðinni, þigg gjarnan bænastuðnin inn í þetta.
- 22-24 mars verð ég á Akureyri ásamt Andrési Guðbjartssyni, góðum vini. Ég mun predika á samkomu á sunnudeginum en segja frá nýja starfinu sem er í undirbúningi (og bjóða fólki að koma í stuðningshópinn) á laugardaginn kl.11. Fyrirbæn fyrir þessu vel þegin.
Þakkarefni
- Mamma hefur verið á sjúkrahúsi síðan í lok janúar. Þetta leit mjög illa út í byrjun, en þökk sé Guði þá hefur hún verið hressari undanfarið. Í dag var hún svo að fá pláss á hjúkrunarheimili, sem er stórt bænasvar.
- Síðan 2020 hefur mest af minni þjónustu verið að efla trúboðsstarf og fjölga trúboðum í Evrópu í gegnum starf Every Nation. Núna er ég hættur í leiðtogahlutverki þar til að einbeita mér að Íslandi. Það voru nokkur verkefni sem ég þurfti að setja í hendurnar á öðru fólki, það hefur allt gengið vel, mikilvægt þakkarefni þar. M.a. er verið að undirbúa trúboðsráðstefnu í Tampere í Finlandi í nóvember á þessu ári, mjög spennandi.
Ef þú vilt hjálpa mér að hækka prósentuna hér ofar þá eru þetta reikningsupplýsingar til að millifæra:
Kennitala 590209-1980
Rknr. 0175-05-070034
Eða þá að smella hér. Allur stuðningur fer í gegnum Every Nation Iceland sem er á almannaheillaskrá.
Takk fyrir að standa með mér í bæn og stuðningi!
Kær kveðja, Ágúst Valgarð